Hringborg
Hringborg er lifandi útisafn þar sem gestir og gangandi fá innsýn í daglegt líf fólks á víkingaöld. Það er staðsett innan stórra virkirveggja og þar má sjá ýmsar bygginar víkinga frá Norðurlöndum, allt frá langhúsum og mikilfenglegri stafkirkju til tófta og tjaldbúða.
Í Hringborg eru víkingaklæddir leiðsögumenn sem eru með daglegar sýningar á handverki og skylmingum, auk þess sem gestir fá tækifæri til skjóta af bogum, prófa axarkast, hitta húsdýr á borð við íslenska hestinn og landnámshænurnar og margt fleira. Einnig verður í boði að taka þátt í uppbyggingu safnsins með ýmis konar léttu handverki.
Áhugasamir geta skráð sig í heils dags námskeið þar sem farið er dýpra í ýmiss konar handverk á borð við eldsmíði og hannyrðir.
Safnið tekur á móti skólahópum, ferðamönnum jafnt sem áhugasömum íslendingum. Þar er eitthvað nýtt og áhugavert fyrir alla.
Safnið er opið frá 10:00-18:00 alla daga vikunnar.
N.B. This is a temporary webpage put up to view the site layout only. It will be updated and all pictures replaced before any business starts.
Um Hringborg
Í Hringborg er lögð mikil áhersla á fræðilega nálgun á víkingaöldina, sem oft er kölluð Þjóðveldisöld á Íslandi.
Allar byggingar, klæðnaður og aðrir munir eru byggðir á raunverulegum fornleifafundum, textaheimildum og öðru sem hjálpar okkur að varpa ljósi á hvernig daglegt líf var í raun og veru á víkingaöldinni. Hér má Sænsk timburhús, Dönsk langhús, Norska stafkirkju og auðvitað Íslenskan torfbæ.
Hringborg dregur nafn sitt af hringavirkinu sem umlykur það, en það er byggt á hringavirkjum sem hafa fundist víðsvegar um Danmörku og Svíþjóð og kallast trelleborg. Þó það komi fram í Íslenskum fornhandritum að á Íslandi hafi verið kastali, eru það vafalaust ýkjur, en segir okkur þó að einhvers konar varnargarðar í hernaði hafi mögulega verið smíðaðir hér á landi.
Daglegir viðburðir
-
Smíðið Hringborg
Allan opnunartímann
Hægt er að prufa að slá viðarnagla, hefla timbur, flétta reipi og mörg önnur handverk sem síðan verður nýtt til að smíða ný hús á safninu.
-
Bogfimi og axarkast
kl. 11:00, 14:00
Bogfimi og axarkast verður í boði á skotsvæðinu þar sem gestir fá að prófa þessa skemmtilegu leiki.
-
Skylmingar
kl. 13:00, 17:00
Sjáið víkinga skylmast með alls kyns vopnum og lærið um bardaga víkingaaldarinnar.
-
Glerperlugerð
kl. 12:00, 15:00
Fólk fær að sjá hvernig glerperlur eru gerðar með eldsmiðju og settar á hálsfestar.
-
Víkingaskóli krakkanna
kl. 13:30
Krakkar fá að spreyta sig við skylmingar undir handleiðslu bardagavíkings.
-
Söguganga
Kl. 11:00, 14:00
Leiðsögumaður gengur um safnið og segir gestum frá þeim byggingum og starfsemi sem þar fer fram.
Námskeið.
Heill dagur eða fleiri.
-
Eldsmíði
Lærið grunnin í eldsmíði. Farið verðu yfir grunnþekkingu á eldsmíði og þáttakendur smíða skikkjunælu, beltissylgju eða matprjón til eigin nota.
-
Matargerð
Farið verður yfir verkun matvæla á fyrr á öldum, s.s. söltun, reykingar og þurrkun. Einnig hvernig skal búa til krydd úr íslenskri náttúru og í lokin verður elduð máltíð eftir uppskriftum fá miðöldum.
-
Trésmíði og útskurður
Námskeið í trésmíði miðalda þar sem kennt verður hvernig skuli nota verkfæri frá miðalda og skorið út í við með sporjárnum. Þáttakendur geta smíðað skeið, disk eða annað og skorið út í það. Þetta er einnig prýðis tækifæri til að gera axarsköft.
-
Hannyrðir
Lærið hvernig ull er verkuð frá því hún kemur að skepnunni þar til hún er orðin að klæðum. Þá fá þáttakendur að jurtalita eigið garn og læra vattasaum og spjaldborðagerð. Í lok námskeiðs munu þáttakendur eiga handlitaða ull og þekkingu til að nálabinda eigin vettlinga eða vefa spjaldborða.
-
Leðurvinna
Lærið grunnatriði leðurvinnslu, ásamt leðursaum og hvernig nota skuli sérhæfð leðurverkfæri.
Þáttakendur fá að velja hvort þeir geri sér belti, litla tösku eða jafnvel einfalda leðurskó.
-
Fatnaður
Lærið að sníða og sauma eigin víkingaföt. Buxur, kirtlar og kjólar, auk húfu, skikkju o.fl. Ef þátttakandi hefur klárað önnur námskeið ætti hann að eiga flest sem þarf til að búa til sín eigin víkingaföt og vera tilbúinn til að taka þátt í víkingahátíðum í fullum skrúða.
Bókaðu núna
Bókaðu miða á safnið, sérstakar sýningar eða námskeið.
Önnur þjónusta
Leiguvíkingar
Hægt er að panta víkingasýningu eða fræðslu sem fer fram utan safnsin. Slíkt inniheldur oft eitt víkingatjald auk búnaðar og 2-4 bardagamenn, en við getum einnig tekið að okkur stærri verkefni sem innihalda tjaldbúðir og fjölda víkinga.
Til að fá meiri upplýsingar, sendið póst á bokanir@hringborg.is
Stafkirkjan
Stafkirkjan er einstaklega falleg og hentar prýðisvel fyrir fyrirlestra, ráðstefnur, giftingar, skilnaði og aðrar uppákomur. Í henni eru 165 sæti, gott hljóðkerfi og skjávarpi til afnota.
Til að fá meiri upplýsingar, sendið póst á bokanir@hringborg.is
Veitingastaður
Veitingastaðurinn Áthöll er opinn á opnunartíma, en einnig má bóka hann sérstaklega fyrir viðburði á borð við hvataferðir, stórafmæli og aðrar veislur.
Salurinn rúmar 200 manns í sæti, en 300 ef það eru standndi veitingar. Einnig er hljóðkerfi og skjávarpi til afnota.
Til að fá meiri upplýsingar, sendið póst á bokanir@hringborg.is